Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Arnór og Daníel í riðlakeppni sænska bikarsins - Markalaust hjá Andra og Loga
Daníel Tristan spilaði síðustu mínúturnar gegn Olympic
Daníel Tristan spilaði síðustu mínúturnar gegn Olympic
Mynd: Malmö FF
Arnór Sigurðsson og Daníel Tristan Guðjohnsen eru komnir áfram í riðlakeppni sænska bikarsins með Malmö eftir að liðið lagði Olympic að velli, 1-0, á útivelli í kvöld.

Daníel Tristan, sem skoraði tvö mörk í síðasta deildarleik með Malmö, kom inn af bekknum á 82. mínútu leiksins, en Arnór var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Sigurinn tryggði Malmö inn í riðlakeppnina sem verður leikin í byrjun næsta árs.

Andri Fannar Baldursson og Logi Tómasson mættust í Íslendingaslag í Tyrklandi í kvöld er Samsunspor og Kasimpasa gerðu markalaust jafntefli í Samsun.

Logi byrjaði hjá Samsunspor en fór af velli þegar tuttugu mínútur voru eftir á meðan Andri Fannar lék allan leikinn með Kasimpasa.

Samsunspor er í 8. sæti með 8 stig eftir fimm umferðir en Andri og félagar í Kasimpasa í 12. sæti með 4 stig.
Athugasemdir