Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Lærisveinar Postecoglou úr leik - Svakalegt hrun í lokin
Ange og lærisveinar hans eru úr leik
Ange og lærisveinar hans eru úr leik
Mynd: EPA
Swansea 3 - 2 Nott. Forest
0-1 Igor Jesus ('15 )
0-2 Igor Jesus ('45 )
1-2 Cameron Burgess ('68 )
2-2 Cameron Burgess ('90 )
3-2 Zan Vipotnik ('90 )

Lærisveinar Ange Postecoglou í Nottingham Forest eru úr leik í enska deildabikarnum eftir að hafa kastað frá sér tveggja marka forystu í 3-2 tapi gegn Swansea í kvöld.

Brasilíumaðurinn Igor Jesus skoraði bæði mörk Forest í fyrri hálfleiknum. Fyrra markið gerði hann á 15. mínútu með skoti af stuttu færi og annað eftir frábæra sókn þar sem Forest-menn spiluðu 'Tiki-Taka' bolta af bestu gerð.

Markaskorarinn Igor Jesus og varnarmaðurinn Morato komu út af í hálfleik og þá komu Dilane Bakwa og Douglas Luiz einnig af velli hálftíma fyrir leikslok.

Breytingarnar höfðu mikil áhrif á leikinn hjá báðum liðum því Swansea tókst að skora þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútunum eða svo.

Cameron Burgess minnkaði muninn á 68. mínútu og jafnaði varamaðurinn Zan Vipotnik metin á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Swansea-menn voru ekki hættir. Endurkoman gaf þeim trú á að þeir gætu farið beint áfram og skilaði hún sigrinum í kvöld. Burgess gerði sigurmarkið á sjöundu mínútu í uppbótartíma.

Ethan Galbraith átti þetta þrumuskot fyrir utan teig sem hafnaði í þverslá og var Burgess fyrstur að átta sig í teignum með öðru hörkuskoti og í netið fór boltinn.

Geggjuð endurkoma Swansea sem er komið áfram í 16-liða úrslit bikarsins, en Forest úr leik. Þetta er annar leikurinn sem Postecoglou stýrir og annað tapið, en hann tók við liðinu af Nuno Espirito Santo eftir að Portúgalinn var látinn fara.
Athugasemdir
banner