Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 20:46
Brynjar Ingi Erluson
Kane í fámennan hóp
Harry Kane er kominn með 21. mark fyrir Bayern í Meistaradeildinni
Harry Kane er kominn með 21. mark fyrir Bayern í Meistaradeildinni
Mynd: EPA
Harry Kane, framherji Bayern München í Þýskalandi, skoraði annað og þriðja mark liðsins gegn Chelsea í 1. umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en hann kom sér um leið í sögubækurnar.

Englendingurinn fékk seinna markið að gjöf frá Chelsea eftir að Malo Gusto tapaði boltanum klaufalega sem fór síðan inn á Kane sem lagði boltann í netið. Fyrra markið gerði hann úr vítaspyrnu.

Þetta var 20. og 21. mark Kane fyrir Bayern í Evrópu og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að skora 20 mörk eða meira fyrir tvö félög í Meistaradeildinni.

Hann skoraði 21 mark í Meistaradeildinni með Tottenham og er nú kominn með jafnmörg mörk með Bayern.

Aðeins Cristiano Ronaldo og Neymar höfðu náð þessum áfanga á undanum honum. Ronaldo gerði það með Man Utd og Real Madrid, en Neymar með Barcelona og PSG.


Athugasemdir
banner