Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 17. október 2019 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matthäus: Eriksen ekki nægilega góður fyrir Bayern
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen.
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Christian Eriksen er ekki nógu góður fyrir Bayern München að mati Lothar Matthäus.

Samningur danska miðjumannsins við Tottenham rennur út næsta sumar og hefur hann verið orðaður við Real Madrid og Bayern München.

Matthäus, fyrrum leikmaður Bayern og þýska landsliðsins, er ekki hrifinn af því sem hann hefur séð frá Eriksen að undanförnu.

„Ég hef fylgst með honum lengi, en á árinu 2019 hefur hann valdið mér vonbrigðum. Félagaskipti til Bayern myndu koma mér mjög á óvart," sagði Matthäus, sem lék 150 landsleiki fyrir Þýskaland, við Sport 1.

„Ef hann er ekki nógu góður fyrir Tottenham, þá er hann ekki nógu góður fyrir Bayern."

Ef Eriksen myndi fara til Bayern þá myndi hann berjast við leikmenn eins og Philippe Coutinho og Thomas Müller um sæti í byrjunarliðinu. Matthäus er hrifnari af þeim leikmönnum og er hann einnig mjög hrifinn af Kai Havertz, leikmanni Bayer Leverkusen.

„Að mínu mati er Eriksen ekki leikmaður sem getur gert gæfumuninn á hæsta stigi fótboltans. Næsta sumar á Bayern frekar að einbeita sér að því að kaupa Kai Havertz. Bayern er líka með Coutinho sem er stórkostlegur í tíunni. Það má líka ekki gleyma Thomas Müller, sem getur spilað allar stöður framarlega á vellinum. Honum má ekki sleppa."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner