Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. október 2019 12:17
Magnús Már Einarsson
Stefán Gísla rekinn frá Lommel
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Gíslason hefur verið rekinn frá belgíska B-deildarliðinu Lommel en Peter Maes hefur tekið við starfinu af honum. Stefán hætti sem þjálfari Leiknis R. í júní síðastliðnum þegar Lommel fékk hann til starfa.

Lommel hefur einungis unnið einn af fyrstu tíu leikjum sínum í belgísku B-deildinni en liðið er með sjö stig í næstneðsta sæti af átta liðum.

Kolbeinn Þórðarson spilar með Lommel en hann kom til félagsins frá Breiðabliki í sumar sem og bakvörðurinn Jonathan Hendrickx.

Peter Maes, sem tekur við af Stefáni, er fyrrum leikmaður Lommel. Maes er reyndur þjálfari en hann tók við Lokeren af Rúnari Kristinssyni þegar hann var rekinn árið 2017.

Stefán er fyrrum atvinnu og landsliðsmaður en hann tók við Leikni síðastliðið haust. Stefán hafði áður þjálfað meistaraflokk Hauka árið 2017 og yngri flokka Breiðabliks.
Athugasemdir
banner
banner