Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. október 2019 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Woodward: Bull að það sé ekki fótboltafólk sem taki ákvarðanir
Ed Woodward.
Ed Woodward.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, segir það vera „bull" og „móðgun" að það sé ekki fótboltafólk sem taki ákvarðanirnar hjá Manchester United.

United er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti, eftir erfiða byrjun. Man Utd mætir erkifjendunum og toppliðinu Liverpool á sunnudaginn.

Því hefur verið haldið fram að Woodward sé með of mikil völd hjá félaginu, að hann hafi of mikil áhrif á leikmannahóp Ole Gunnar Solskjær, og hóp Jose Mourinho þar áður.

En Woodward segir að fótboltatengdar ákvarðanir séu ekki teknar af honum eða öðrum stjórnarmönnum.

„Það er mýta að það sé ekki fótboltafólk sem taki ákvarðanir hjá félaginu," sagði Woodward á árlegum starfsmannafundi á Old Trafford.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var á meðal þeirra sem var á fundinum.

„Mér finnst það móðgandi fyrir það frábæra fólk sem vinnur að fótboltalegu hliðinni hjá félaginu."

„Margir af þeim sem starfa að fótboltalegu hliðinni hafa verið í hlutverkum sínum í meira en 10 ár. Margir okkar njósnara hafa starfað hjá okkur í meira en 25 ár. Við höfum stækkað þá deild sem sér um leikmannamál síðustu ár og við teljum að sú deild gangi nú á skilvirkan og afkastamikinn hátt."

„Þessi deild, ásamt knattspyrnustjóranum og hans starfsteymi, sér um leikmannatillögur og tekur ákvarðanir," sagði Woodward.

Woodward segir að Man Utd sé félag í tveimur hlutum.

„Raunveruleikinn er sá hjá Manchester United að við erum félag í tveimur hlutum. Í fyrsta lagi erum við ótrúleg 141 árs fótboltastofnun með alla þá sögu, alla þá arfleifð, alla þá hefð."

„Það má aldrei nokkurn tímann breytast. Við verðum að vernda það."

„Svo, eins og önnur fótboltafélög, gera viðskiptatekjur okkur kleift að fjárfesta í fótboltahlið félagsins. Það sem er mikilvægt er að viðskiptalega hliðin fái aldrei forgang."

Ole fær stuðning
United hefur ekki byrjað svona illa í 30 ár í ensku úrvalsdeildinni, en þrátt fyrir það fær knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær stuðning áfram.

Hann skrifaði undir þriggja ára samning í mars síðastliðnum.

„Breytingarnar sem við gerðum síðasta sumar hafa orðið til þess að við erum með mjög ungan hóp. En þetta er hópur sem gefur okkur grunn í að byggja á og vaxa er við hefjum þetta nýja ferðalag," sagði Woodward.

Góðir heimildarmenn BBC segir að Solskjær sé enn með stuðning frá Woodward og Glazer-fjölskyldunni, eigendum félagsins.

„Framtíðarsýn Ole kortleggur nákvæmlega þrjú fótboltamarkmið sem við viljum hafa: við verðum að vinna titla, spila sóknarbolta og við verðum að gefa ungum leikmönnum tækifæri."

„Um mitt síðasta tímabil, stuttu eftir komu Ole, finnst mér besta dæmið um það sem við viljum gera. Við sáum lið spila hraðan, flæðandi fótbolta, og það var augljóst hvernig leikstíl og hugmyndafræði knattspyrnustjórinn vill notast við."

„Ole hefur einnig innstillt aga aftur í umhverfi þar sem hann hefur kannski skort á undanförnum árum. Hann er að byggja leikmannahóp sem virðir sögu félagsins þar sem leikmenn leggja hart að sér og virða liðsfélagana. Enginn er stærri en félagið," sagði Ed Woodward.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner