Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. október 2021 18:30
Victor Pálsson
Afar ólíklegt að Alves snúi aftur
Mynd: EPA
Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona, gaf það út í gær að hann væri opinn fyrir því að spila aftur fyrir félagið 38 ára að aldri.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum þessa stundina en bakvörðurinn Alves lék með liðinu frá 2008 til 2016 við mjög góðan orðstír.

Brassinn er án félags þessa stundina eftir að hafa yfirgefið Sao Paulo fyrr á árinu þar sem hann segist eiga laun inni óborguð.

Samkvæmt blaðamanninum Reshad Rahman sem sérhæfir sig í málum Barcelona er ekki líklegt að spænska liðið semji aftur við Alves.

Að sögn Rahman þá er stjórn Barcelona efins og telur að koma Alves gæti haft slæm áhrif á uppbyggingu leikmanna á borð við Sergino Dest og Oscar Mingueza.

Alves gæti þó komið með jákvætt andrúmsloft inn í klefa Barcelona sem hefur ekki byrjað tímabilið vel og gæti átt erfitt með að styrkja sig á nýju ári.

Rahman segir að stjórnin sé ekki að íhuga að fá Alves aftur þessa stundina og því litlar líkur á að hann spili aftur á Nou Camp.
Athugasemdir
banner
banner