Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. október 2021 20:22
Victor Pálsson
Martial var ekki í nógu góðu standi
Mynd: Getty Images
Anthony Martial, leikmaður Manchester United, var ekki í nógu góðu standi til að spila með liðinu gegn Leicester City í gær.

Þetta staðfesti Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, í gær en Martial var hluti af franska landsliðinu í landsleikjahlénu.

Það vakti töluverða athygli þegar Martial var ekki valinn í leikmannahópinn en Man Utd tapaði leiknum 4-2 á King Power vellinum.

Solskjær staðfesti það þó að Martial væri ekki meiddur en að hann hafi ekki æft alla vikuna og væri ekki í leikformi.

„Vonandi fáum við hann til baka fljótlega,“ bætti Solskjær einnig við en næsti leikur Man Utd er í miðri viku gegn Atalanta í Meistaradeildinni.

Martial hefur aðeins spilað sjö leiki á tímabilinu til þessa og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner