Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 17. október 2021 23:00
Victor Pálsson
Segir að Newcastle gæti sannfært Pogba
Mynd: Getty Images
Newcastle United á möguleika á að fá Paul Pogba í sínar raðir á næsta ári að sögn fyrrum leikmanns liðsins, Chris Waddle.

Newcastle er komið með nýja eigendur frá Sádí-Arabíu og ætla þeir sér stóra hluti næstu árin með liðið og gæti uppbyggingin hafist 2022.

Pogba er á mála hjá Manchester United en hann verður samningslaus á næsta ári og má ræða við ný félög í byrjun næsta árs.

Newcastle gæti boðið Pogba hærri laun en hann fær á Old Trafford og gæti það skilað sér að sögn Waddle.

„Paul Pogba er að verða samningslaus er það ekki? Nú gæti fólk talað um Newcastle en það er rétt, peningarnir tala,“ sagði Waddle.

„Ef þeir selja honum drauminn um hvað þeir gætu afrekað og unnið, þá gæti þetta virkað.“

Talið er líklegast að Pogba muni enda hjá Juventus á næsta ári þar sem hann lék áður við góðan orðstír.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner