Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
banner
   fös 17. október 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daniel James búinn að jafna sig á mettíma
Mynd: EPA
Daniel James, sóknarmaður Leeds, gæti snúið óvænt til baka um helgina þegar Leeds mætir Burnley í nýliðaslag á morgun.

Hann hefur misst af síðustu þremur leikjum en búist var við því að hann yrði fjarverandi í allt að sex vikur eftir að hafa snúið sig á ökkla á æfingu liðsins.

„Mjög jákvæðar fréttir af Dan James. Hann er á undan áætlun svo ég hrósa læknateyminu. Hann hefur tekið mikinn þátt á æfingum," sagði Daniel Farke, stjóri Leeds.

„Þar sem það hefur verið mikið álag á liðinu og Okafor er að kljást við meiðsli, þá gæti James verið í hópnum. Ég átti ekki von á þessu, hann gæti fengið nokkrar mínútur."
Athugasemdir
banner