Það verður vandasamt verk fyrir stjórnarmenn Atletico Madrid að finna eftirmann Diego Simone þegar að því kemur.
Simeone hefur verið stjóri liðsins frá 2011 en samningur hans við félagið rennur út árið 2027.
Simeone hefur verið stjóri liðsins frá 2011 en samningur hans við félagið rennur út árið 2027.
Það er ljóst að stuðningsmenn liðsins munu ekki taka hverjum sem er opnum örmum en umboðsmaðurinn Jorge Mendes er sagður vera með hinn fullkomna arftaka.
ESPN í Brasilíu segir að Mendes ætli sér að koma Filipe Luis, stjóra Flamengo, í stjórastól Atletico. Luis lék með Atletico frá 2010 til 2019 með stuttu stoppi hjá Chelsea tímabilið 2014-2015.
Luis stýrði Flamengo í 16-liða úrslit á HM félagsliða í sumar þar sem liðið tapaði gegn Bayern. Liðið er í 2. sæti brasilísku deildarinnar, þremur stigum á eftir Palmeiras.
Athugasemdir