Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   fös 17. október 2025 09:04
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo með rúmlega tvöfalt hærri laun en Messi - Yamal kominn á topp tíu
Nog til hjá Cristiano Ronaldo.
Nog til hjá Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo er launahæsti fótboltamaður heims, hann er með rúmlega tvöfalt hærri laun en Lionel Messi. Þetta kemur fram á nýjum lista Forbes.

Það dælist inn á bankareikning Ronaldo í Sádi-Arabíu. Þegar topp tíu listinn er skoðaður sést að leikmenn á borð við Sadi Mane, Jude Bellingham og Lamine Yamal eru allir komnir nýir inn á listann.

Launahæstu fótboltamenn heims 2025
Cristiano Ronaldo, Al Nassr - £207m
Lionel Messi, Inter Miami - £96m
Karim Benzema, Al Ittihad - £77m
Kylian Mbappe, Real Madrid - £70m
Erling Haaland, Manchester City - £59m
Vinicius Jr., Real Madrid - £44m
Mohamed Salah, Liverpool - £41m
Sadio Mane, Al Nassr - £40m
Jude Bellingham , Real Madrid - £33m
Lamine Yaml, Barcelona - £32m
Athugasemdir
banner