
Rætt var um íslenska landsliðið í Útvarpsþættinum Fótbolti.net sem frumfluttur var á hlaðvarpsformi í gær.
Ísland tapaði 3-5 gegn Úkraínu og gerði 2-2 jafntefli gegn Frökkum í tveimur leikjum í undankeppni HM í þessu landsleikjahléi.
Þeir Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke fóru yfir málin.
Ísland tapaði 3-5 gegn Úkraínu og gerði 2-2 jafntefli gegn Frökkum í tveimur leikjum í undankeppni HM í þessu landsleikjahléi.
Þeir Elvar Geir, Valur Gunnars og Sæbjörn Steinke fóru yfir málin.
„Það sem ég er ánægður með að þetta er að verða lið ungu leikmannanna, þeir eru farnir að taka meiri ábyrgð. Við sjáum eins og Mikael Egil, mikið horft í þessu mistök á móti Úkraínu þegar hann hittir ekki boltann og allt það, en á heildina litið er hann farinn að taka ábyrgð í liðinu," sagði Elvar Geir.
„Manni fannst fyrst þegar hann var að koma inn á eins og hann upplifði sig sem farþega sem flyti með."
„Annar leikmaður, Kristian Hlynsson, manni fannst hann stundum hugsa „ég fæ að vera með". Núna er hann að taka þátt. Djöfull var þetta vel gert hjá honum í markinu," sagði Elvar Geir en Kristian skoraði 2-2 markið gegn Frökkum með virkilega góðri afgreiðslu.
Vilja sjá meira frá Jóni Degi
Hann kallaði eftir því að sjá meira frá Jóni Degi.
„Það er maður sem getur haft smá áhyggjur eftir þennan glugga. Alls ekki góð innkoma á móti Frökkunum og er týndur úti hægra megin," sagði Sæbjörn.
„Ég talaði við einn sem fannst hann vera þungur einhvern veginn, eins og hann sé ekki með sjálfstraustið nægilega hátt, sem er skrítið hjá honum," sagði Elvar Geir.
Umræðuna má nálgast í spilaranum hér fyri neðan. Umræðan um landsliðið byrjar þegar 16 mínútur eru eftir af þættinum.
Athugasemdir