Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. nóvember 2018 22:00
Arnar Helgi Magnússon
Cavani tjáir sig um tæklinguna á Neymar - „Ekkert sem heitir vináttuleikur"
Rétt áður en að Cavani lét vaða í Neymar í gær.
Rétt áður en að Cavani lét vaða í Neymar í gær.
Mynd: Getty Images
Fake friends?
Fake friends?
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá í gærkvöldi vakti það mikla athygli þegar Edinson Cavani fór í harkalega tæklingu á liðsfélaga sínum, Neymar þegar Brasilía og Úrúgvæ mættust í æfingaleik í gærkvöldi.

Leiknum lauk með 1-0 sigri Brasilíu en Neymar skoraði eina mark leiksins. Leikið var á Emirates, heimavelli Arsenal.

Nokkur atvik hafa gefið vísbendingar um að þeir nái ekki neitt sérstaklega vel saman.

Þegar Neymar mætti til PSG í fyrra féll Cavani í skuggann á honum og þá rifust þeir um að taka vítaspyrnu gegn Dijon sem endaði með því að Daniel Alves þurfti að grípa inn í.

Cavani sást ekki í afmælisveislu brasilíska kappans á síðasta ári og nú birtist enn eitt atvikið sem sýnir augljóslega að það er mikill fjandskapur á milli þeirra.

Cavani hefur nú tjáð sig um tæklinguna.

„Þegar tvö lið frá Suður-Ameríku mætast þá er alltaf harka. Mér fannst þetta flottur leikur tveggja góðra liða. Við mótmæltum vítaspyrnunni sem að réði úrslitum."

„Svona hlutir (tæklingin) gerast bara í svona leikjum. Það er alltaf gaman að spila á móti jafnsterku liði og Brasilíu með Neymar og fleiri heimsklassa leikmenn innanborðs."

„Það eru engir fótboltaleikir sem eru vináttuleikir. Stundum er andrúmsloftið rafmagnað inni á vellinum en þegar dómarinn flautar þá eru allir vinir."

Sjá einnig:
Myndband: Cavani straujaði Neymar í æfingaleik

Tæklinguna má sjá hér að neðan.




Athugasemdir
banner
banner