sun 17. nóvember 2019 22:46 |
|
Kolbeinn á hækjum - Ætti að vera klár í mars

Meiðslin líta ekki vel út en Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, reiknar þó ekki með öðru en að hann nái umspilinu fyrir EM í mars.
„Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út hjá Kolla. Ökklinn hjá honum fór illa. Það tekur tíma að meta hvernig það verður en hann verður klár í mars. Ég er viss um það," sagði Freyr eftir leikinn í kvöld.
Mikael Neville Anderson átti góðan leik í sínum fyrsta mótsleik í byrjunarliði en hann fór einnig meiddur af velli á 55. mínútu.
„Mikael fékk þungt högg á rifbeinin. Hann lenti líka í þessu á móti FCK fyrir nokkrum vikum síðan. Hann er ungur og hann verður klár fljótlega," sagði Freyr.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
12:30
22:54