Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Rivaldo um tíuna: Þetta er sorglegt
Rivaldo í tíunni
Rivaldo í tíunni
Mynd: Getty Images
Rivaldo, fyrrum leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, var ósáttur með þjálfaralið brasilíska landsliðsins eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Argentínu.

Rivaldo, sem er 47 ára í dag, fellur í hóp með bestu knattspyrnumönnum allra tíma en hann var magnaður með Barcelona frá 1997 til 2002 áður en hann gekk til liðs við AC Milan og vann þar Meistaradeild Evrópu.

Hann klæddist treyju númer 10 hjá brasilíska landsliðinu en hann var í losti þegar hann horfði á landsleik Brasilíu og Argentínu á dögunum.

Lucas Paqueta, leikmaður Milan, var þá í treyju númer 10 en hann er aðeins 22 ára gamall og var Rivaldo ósáttur með að hann hafi verið verið í tíunni.

„Ég horfði á landsleik Brasilíu og Argentínu og það er sorglegt hvað hefur gerst fyrir tíuna. Þeir gáfu Lucas Paqueta þetta treyjunúmer, þetta er treyja sem virt um allan heim og treyja sem á ekki að vera á bekknum og hvað þá skipt af velli í hálfleik. Þetta er treyja sem heimurinn þekkir og virðir og hefur verið heiðruð af leikmönnum á borð við Pele, Rivelino, Zico, Rivaldo, Kaka, Ronaldinho og Neymar," sagði Rivaldo á Instagram.

„Þetta er ekki leikmanninum að kenna, heldur þjálfaraliðinu því þeir vita hvaða þýðingu hún hefur. Þetta gæti eyðilagt fyrir Paqueta, sem gæti átt frábæra framtíð í landsliðinu," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner