Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. nóvember 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Keys gagnrýnir Keane sem sparkspeking
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane er vanur því að tala í fyrirsögnum en íþróttafréttamaðurinn Richard Keys er ekki hrifinn af nálgun þess írska í starfi sem sparkspekingur.

Þegar Keane fjallaði um Kyle Walker, varnarmann Manchester City, á dögunum og kallaði hann „hálfvita" og sagði að hann væri eins og „bílslys á vellinum".

Keys segir að gagnrýni verði að vera uppbyggileg.

„Við leggjum upp með að bjóða upp á útskýringar og fræðslu. Andy Gray gerði það betur en nokkur annar og hann er enn að gera það. Leikmenn og stjórar voru svo viðkvæmir áður fyrr," segir Keys.

„Ég get rétt ímyndað mér hvað hefði gerst ef við hefðum kallað Gary Neville 'bílslys' og 'hálfvita'. Við fengum samt fullt af tækifærum til þess!"

„Þetta var ódýrt og svívirðilegt af Roy Keane. Hvernig hefði hann lýst sinni árás á Alf-Inge Haaland, atviki sem hann hefði verið handtekinn fyrir utan vallar?"

Keys segir að ekki sé hægt að kalla Keane leikgreinanda því hann sé einfaldlega ekki að greina hlutina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner