lau 18. janúar 2020 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa nálægt því að fá sóknarmann frá Genk
Mbwana Samatta.
Mbwana Samatta.
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, hefur staðfest að félagið sé nálægt því að fá Mbwana Samatta, sóknarmann frá Genk í Belgíu.

Brasilíski sóknarmaðurinn Wesley spilar ekki meira fyrir Aston Villa á þessu tímabili vegna meiðsla. Það er því í forgangi hjá Villa að fá inn nýjan sóknarmann.

Samatta hefur skorað 43 mörk í 98 deildarleikjum fyrir Genk, en hann kom til félagsins árið 2016. Hann er frá Tansaníu.

„Við erum mjög nálægt því. Það á bara eftir að klára pappírsvinnu," sagði Smith eftir 1-1 jafntefli Aston Villa gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Talið er að Samatta sé með 10,5 milljón punda riftunarverð í samingi sínum hjá Genk.

Villa hefur líka áhuga á Islam Slimani, sóknarmanni Leicester sem er í láni hjá Mónakó.

Aston Villa er sem stendur í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner