Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. janúar 2020 11:23
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Bjarnason til Brescia (Staðfest)
Birkir Bjarnason og sænski umboðsmaðurinn Martin Dahlin með treyju Brescia við undirskrift
Birkir Bjarnason og sænski umboðsmaðurinn Martin Dahlin með treyju Brescia við undirskrift
Mynd: MD Management
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er formlega genginn í raðir Brescia í Seríu A á Ítalíu. Hann gerir samning út tímabilið með möguleika á að framlengja um eitt ár.

Birkir er 31 árs gamall og hefur verið án félags síðan samningur hans hjá Al Arabi rann út um áramótin.

Hann samdi við Al Arabi í október eftir að Aron Einar Gunnarsson meiddist. Hann fyllti skarð hans en var frjáls allra mála í janúar.

Birkir hefur undanfarna daga verið í viðræðum við nýliða Brescia í Seríu A en hann gekk frá samningum við félagið í dag. Hann gerir samning út tímabilið með möguleika á að framlengja um eitt ár.

Þetta er þriðja félagið sem Birkir leikur með á Ítalíu en hann var áður á mála hjá Pescara og Sampdoria.

Birkir er öflugur styrkur fyrir Brescia sem er í 19. sæti með 14 stig þegar mótið er hálfnað. Brescia mætir Cagliari í 20. umferð á morgun.

Margir áhugaverðir leikmenn spila fyrir Brescia en þar má nefna þá Mario Balotelli, Sandro Tonali, John Chancellor, Alfredo Donnarumma og Alessandro Matri.

Brescia er að vinna í því að fá leikheimild fyrir Birki fyrir leikinn gegn Cagliari á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner