Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. janúar 2020 16:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Man City og Arsenal gerðu jafntefli á heimavelli
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Manchester City eru líklega ekki að fara að verja titilinn annað árið í röð eftir jafntefli á heimavelli gegn Crystal Palace.

Cenk Tosun kom gestunum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu og tókst heimamönnum ekki að jafna fyrr en á lokakaflanum, þegar Aguero skoraði eftir frábæra sendingu frá Gabriel Jesus á 82. mínútu.

Aguero varð svo næstum að hetju dagsins fimm mínútum síðar þegar hann skallaði knöttinn í netið eftir fyrirgjöf Benjamin Mendy.

Það var sjálfsmark hjá Fernandinho sem kom í veg fyrir þessa hetjudáð Aguero en Brasilíumaðurinn varð fyrir því óláni að fá fasta fyrirgjöf Wilfried Zaha í sig og þaðan hrökk boltinn örugglega í netið.

Man City er þrettán stigum eftir toppliði Liverpool, sem á tvo leiki til góða og getur því aukið bilið. Crystal Palace er áfram í efri hluta deildarinnar, fjórum stigum frá Evrópusæti.

Manchester City 2 - 2 Crystal Palace
0-1 Cenk Tosun ('39 )
1-1 Sergio Aguero ('82 )
2-1 Sergio Aguero ('87 )
2-2 Fernandinho, sjálfsmark ('90)

Slæmt gengi Arsenal hélt þá áfram er liðinu tókst ekki að sigra nýliða Sheffield United.

Gabriel Martinelli skoraði undir lok fyrri hálfleiks eftir góða fyrirgjöf frá Bukayo Saka en gestirnir tóku stjórn á leiknum eftir leikhlé.

Góð spilamennska Sheffield skilaði sér með verðskulduðu jöfnunarmarki John Fleck á 83. mínútu.

Arsenal 1 - 1 Sheffield Utd
1-0 Gabriel Martinelli ('45 )
1-1 John Fleck ('83 )

Wolves á endurkomu dagsins eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik á útivelli gegn Southampton.

Pedro Neto minnkaði muninn eftir leikhlé, Raul Jimenez jafnaði úr vítaspyrnu og gerði svo sigurmarkið á 76. mínútu.

West Ham og Everton skildu jöfn 1-1 á meðan Teemu Pukki gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu er Norwich sigraði tíu leikmenn Bournemouth á heimavelli.

Brighton og Aston Villa skildu þá jöfn, 1-1. Jack Grealish gerði jöfnunarmark Villa.

Southampton 2 - 3 Wolves
1-0 Jan Bednarek ('15 )
2-0 Shane Long ('36 )
2-1 Pedro Neto ('53 )
2-2 Raul Jimenez ('65 , víti)
2-3 Raul Jimenez ('76 )

West Ham 1 - 1 Everton
1-0 Issa Diop ('40 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('44 )

Brighton 1 - 1 Aston Villa
1-0 Leandro Trossard ('38 )
1-1 Jack Grealish ('75 )

Norwich 1 - 0 Bournemouth
1-0 Teemu Pukki ('33 , víti)
Rautt spjald:Steve Cook, Bournemouth ('31)
Rautt spjald: Ben Godfrey, Norwich ('76)
Athugasemdir
banner
banner
banner