Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 18. janúar 2020 10:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: Kristófer Dan með tvö í sigri Hauka
Mynd: Hulda Margrét
Vestri 0 - 3 Haukar
0-1 Kristófer Dan Þórðarson ('34)
0-2 Kristófer Dan Þórðarson ('45)
0-3 Nikola Dejan Djuric ('63)

Vestri og Haukar mættust í Skessunni í Fótbolta.net mótinu í gærkvöldi og höfðu Hafnfirðingar betur.

Ungir leikmenn Hauka skoruðu mörk leiksins. Kristófer Dan Þórðarson gerði tvö fyrir leikhlé og gekk Nikola Dejan Djuric frá Vestfirðingum með marki eftir leikhlé.

Kristófer Dan er fæddur árið 2000 og Nikola er fæddur 2001.

Liðin mættust í annarri umferð og eru Haukar með þrjú stig eftir að hafa tapað fyrir Þrótti Vogum í fyrstu umferð.

Vestri er stigalaus á botninum eftir tap gegn Keflavík í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner