Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. janúar 2020 15:36
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Varalið KA sigraði Völsung
KF og Höttur/Huginn skildu jöfn
Þorsteinn Már skoraði 1 mark í 19 leikjum fyrir KF síðasta sumar.
Þorsteinn Már skoraði 1 mark í 19 leikjum fyrir KF síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tveimur leikjum er lokið í Kjarnafæðismótinu í dag. KA 2 hafði betur gegn Völsungi í A-deild á meðan KF gerði markalaust jafntefli við Hött/Huginn í B-deild.

Ungt lið KA, meðalaldur hóps 18,1 ár, komst yfir snemma leiks með marki frá Þorsteini Má Þorvaldssyni. Gestirnir frá Húsavík sneru stöðunni sér í vil og leiddu þar til undir lokin.

Þorsteinn Már jafnaði á 82. mínútu og gerði Adam Örn Guðmundsson sigurmarkið skömmu síðar.

Völsungur er á botni deildarinnar án stiga eftir fjórar umferðir. Þetta voru fyrstu stig KA 2 sem tapaði fyrstu þremur leikjum sínum.

Höttur/Huginn er á toppi B-deildarinnar eftir jafnteflið gegn KF, með sjö stig eftir þrjár umferðir.

KF er í öðru sæti með fimm stig og fylgir Þór 2 fast á eftir, með fjögur stig eftir tvær umferðir.

KA2 3 - 2 Völsungur
1-0 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('4)
1-1 Bjarki Baldvinsson ('49)
1-2 Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ('53)
2-2 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('82)
3-2 Adam Örn Guðmundsson ('86)

KF 0 - 0 Höttur/Huginn

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner