Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. janúar 2020 15:13
Ívan Guðjón Baldursson
Pearson: Sköpuðum nóg til að vinna þennan leik
Watford er búið að fá 14 stig úr 7 leikjum undir stjórn Pearson. Liðið keppti meðal annars við Liverpool, Man Utd og Tottenham.
Watford er búið að fá 14 stig úr 7 leikjum undir stjórn Pearson. Liðið keppti meðal annars við Liverpool, Man Utd og Tottenham.
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson hefur farið feykilega vel af stað með Watford og náði hann í önnur góð úrslit í dag þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Tottenham.

Pearson var sáttur með spilamennsku sinna manna og telur þá verðskulda meira en eitt stig. Troy Deeney klúðraði vítaspyrnu á 70. mínútu en Pearson benti á að svona sé nú fótboltinn.

„Við sköpuðum nóg til að vinna þennan leik. Ég er ánægður með spilamennskuna og er ekki að spá í vítaspyrnunni. Svona er fótboltinn," sagði Pearson.

Tottenham komst nálægt því að stela sigrinum í uppbótartíma en Ignacio Pussetto náði að bjarga á marklínu. Endursýning sýndi að það munaði aðeins nokkrum millimetrum á að boltinn hefði farið allur yfir línuna. Pearson vissi greinilega ekki að svo mjóu hefði munað og brást skemmtilega við.

„Þeir fengu líka sín færi og hefðu getað unnið þarna í lokin. Munaði nokkrum millimetrum? Frábært! Flott."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner