Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 18. janúar 2021 12:17
Magnús Már Einarsson
Drinkwater til Kasimpasa á láni (Staðfest)
Danny Drinkwater, miðjumaður Chelsea, hefur gengið til liðs við Kasimpasa í Tyrklandi á láni út tímabilið.

Hinn þrítugi Drinkwater varð enskur meistari með Leicester árið 2016 en Chelsea keypti hann ári síðar.

Á síðasta tímabili fór Drinkwater bæði til Burnley og Aston Villa á láni en hann spilaði lítið hjá báðum liðum.

Drinkwater meiddist einnig í slagsmálum á næturklúbbi á síðustu leiktíð en lítið hefur gengið upp hjá honum undanfarin ár.

Athugasemdir
banner
banner