Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. janúar 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen vill fara aftur til Tottenham
Eriksen er ekki mikið inn í myndinni hjá Inter.
Eriksen er ekki mikið inn í myndinni hjá Inter.
Mynd: Getty Images
Danski miðjumaðurinn Christian Eriksen vill snúa aftur Tottenham að því er kemur fram í grein Sky Sports.

Tottenham hefur áhuga á því að fá hann aftur frá Inter á láni, en Eriksen virðist ekki vera mikið inn í myndinni hjá Inter.

Hann fór frá Tottenham til Inter í síðasta janúarglugga en núna 12 mánuðum síðar gæti hann verið á leið aftur á fornar slóðir.

Daninn hefur spilað 13 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili en ekki enn náð að skora eða leggja upp. Inter opið fyrir því að lána hann og reyna svo að selja hann næsta sumar.

Hingað til hafa ekki átt sér stað neinar formlegar viðræður á milli Inter og Spurs um hinn 28 ára gamla Eriksen. Talið er að Inter sé að krefjast þess að fá góða upphæð fyrir að lána hann og það sé að fæla áhuga á honum nokkuð í burtu. Það er nóg eftir af janúarglugganum og mikið getur gerst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner