Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 18. janúar 2022 17:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhann Berg bæði meiddur og með Covid
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var ákveðið að fresta leik Burnley gegn Watford vegna Covid smita og meiðsla í herbúðum Burnley. Leikurinn átti að fara fram í kvöld og er fimmti leikurinn sem Burnley átti að spila en hefur verið frestað.

Aðeins tíu leikmenn voru mættir á æfingu Burnley í gær. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki einn þeirra.

„Það eru nokkrir með covid og svo eru einnig einhverjir bæði með veiruna og glíma við meiðsli," sagði Dyche í gær.

„Jóhann er bæði meiddur og með Covid," sagði Dyche í kjölfarið.

Nathan Collins, Erik Pieters, Charlie Taylor, Max Cornet, Dwight McNeil, Jóhann Berg, Matej Vydra og Ashley Barnes eru allir fjarri góðu gamni. Cornet er að spila í Afríkukeppninni með Fílabeinsströndinni og hinir eru annað hvort meiddir, með covid eða glíma við bæði.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner