Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 18. febrúar 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bróðir Pogba: Vita allir að Paul vill fara frá Man Utd
Mathias Pogba segir að bróðir sinn, Paul, vilji fara frá Manchester United og það sé ekkert leyndarmál.

Hinn 26 ára gamli Pogba hefur lítið spilað á þessu tímabili vegna meiðsla en ávallt eru sögusagnir um að hann fari frá United í sumar.

Í viðtali við El Chiringuito TV sagði Mathias: „Það vita allir að Paul vill fara frá Manchester United, hann vill spila í Meistaradeildinni og vinna titla."

„Við vitum það öll að það gerist ekki hjá United. Við sjáum hvað gerist í sumar."

Mathias er líka fótboltamaður. Hann spilar með Manchego á Spáni.

Sjá einnig:
Raiola vill ræða við Solskjær: Ekkert alvarlegt í gangi
Athugasemdir
banner