Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 18. febrúar 2020 22:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörk Haaland - „Get gert mikið betur"
Erling Braut Haaland skoraði tvisvar fyrir Dortmund þegar liðið lagði Paris Saint-Germain að velli, 2-1, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Haaland, sem er 19 ára gamall, var hógvær í viðtali eftir leik og sagði: „Ég er ánægður að vera maður leiksins, en ég get enn gert mikið betur."

„Ég verð að spila betur og leggja mikið á mig til að bæta mig."

„Þetta eru hættuleg úrslit þar sem PSG er með sterkt lið og geta farið áfram í síðari leiknum."

Haaland er búinn að skora átta mörk í fimm deildarleikjum í Þýskalandi, hann er kominn með eitt mark í þýska bikarnum og er núna einnig búinn að stimpla sig inn í Meistaradeildinni með þýska félaginu.

Hann hafði reyndar skorað átta mörk í sex Meistaradeildarleikjum með Salzburg fyrir áramót, en er núna kominn með tíu mörk í sjö leikjum.

Mörk hans í kvöld má sjá hérna og hérna.
Athugasemdir