Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 18. febrúar 2021 22:30
Aksentije Milisic
Sjáðu ótrúlegt klúður Aubameyang í kvöld
Arsenal og Benfica gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en spilað var í Róm á Ítalíu.

Leikurinn var skráður heimaleikur Benfica en ekki var hægt að spila í Portúgal vegna Covid-19.

Arsenal fékk betri færi í kvöld en þetta var ekki besti dagur Pierre-Emerick Aubameyang fyrir framan markið. Hann klúðraði nokkrum færum en stærsta klúðrið kom í fyrri hálfleik.

Í stöðunni 0-0 fékk Aubameyang fyrirgjöf frá hægri sem hann þurfti einungis að senda í netið. Á einhvern óskiljanlegan hátt mistókst framherjanum að hitta á markið.

Benfica komst yfir en Buyako Saka jafnaði stuttu seinna og því Arsenal með mikilvægt útivallarmark í farteskinu.

Aubameyang miss vs Benfica 18' from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner