Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 18. febrúar 2024 13:06
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Sheffield United og Brighton: Afríkumeistarinn byrjar
Sheffield United og Brighton mætast í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Bramall Lane klukkan 14:00 í dag.

Fílabeinsstrendingurinn Simon Adingra er mættur aftur til Brighton eftir að hafa unnið Afríkukeppnina á dögunum, en þar var hann valinn besti ungi leikmaður mótsins.

Bart Verbruggen og Adam Webester koma einnig inn í liðið í stað Jason Steele og Pervis Estupinan.

Heimamenn gera tvær breytingar. Yasser Larouci og William Osula koma inn í liðið í stað Rhys Norrington-Davies og Cameron Archer.

Sheffield United: Foderingham, Holgate, Bogle, Larouci, Robinson, Ahmedhodzic(c), McAtee, Vinicius Souza, Hamer, Osborn, Osula

Brighton: Verbruggen, Webster, Dunk(c), van Hecke, Lamptey, Buonanotte, Groß, Gilmour, Mitoma, Welbeck, Adingra
Athugasemdir
banner