Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
   sun 18. febrúar 2024 16:57
Brynjar Ingi Erluson
Glódís skoraði með skalla í sigri Bayern
Glódís Perla skoraði með föstum skalla
Glódís Perla skoraði með föstum skalla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München og íslenska landsliðsins, skoraði í 2-0 sigri Bayern á Essen í þýsku deildinni í dag.

Miðvörðurinn var að skora sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu og var það glæsilegt.

Bayern fékk aukaspyrnu á vinstri vængnum og reis Glódís hæst allra áður en hún þrumuskallaði boltanum í netið. Glæsilegt mark hjá henni.

Jovana Damnjanovic gerði annað mark Bayern rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Bayern er komið aftur á toppinn með 36 stig, einu stigi á undan Wolfsburg.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lék allan leikinn fyrir Bayer Leverkusen í 2-1 tapi gegn Hoffenheim. Karólína er á láni hjá Leverkusen frá Bayern München, en Leverkusen er nú í 6. sæti deildarinnar með 20 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner