Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   sun 18. febrúar 2024 15:38
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Madrídingar söknuðu Bellingham
Mynd: EPA
Rayo Vallecano 1 - 1 Real Madrid
0-1 Joselu ('3 )
1-1 Raul De Tomas ('27 , víti)
Rautt spjald: Daniel Carvajal, Real Madrid ('90)

Topplið Real Madrid tapaði stigum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Rayo Vallecano í La Liga í dag.

Spænski framherjinn Joselu kom Real Madrid í forystu á 3. mínútu og fagnaði að hætti Jude Bellingham.

Bellingham, markahæsti leikmaður deildarinnar, var ekki með Real Madrid í dag vegna ökklameiðsla og var það bersýnilegt að liðið saknaði hans í sóknarleiknum.

Vallecano jafnaði með marki Raul De Tomas úr vítaspyrnu á 27. mínútu en gestirnir náðu aldrei sigurmarkinu.

Undir lok leiks fékk Dani Carvajal, leikmaður Madrídinga, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Þessi úrslit gefa spútnikliði Girona tækifæri á því að koma sér aftur inn í titilbaráttuna. Girona mætir Athletic Bilbao á mánudag og getur með sigri saxað forskotið niður í þrjú stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner