Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. apríl 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Petit óttast að Mbappe verði eins og Neymar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Arsenal og franska landsliðsins, hefur áhyggjur af breytingum sem hann hefur tekið eftir í hegðun og leikstíl ungstirnisins Kylian Mbappe.

Mbappe er almennt talinn meðal bestu leikmanna heims þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann var ekki nema átján ára þegar hann hjálpaði Mónakó að vinna frönsku deildina og hefur verið lykilmaður í liði PSG frá komu sinni fyrir þremur árum.

Petit hefur miklar mætur á Mbappe og telur hann hafa sýnt mikinn þroska hingað til á ferlinum. Hann segir Mbappe þó vera byrjaðan að fara í taugarnar á sér og virðist hafa áhyggjur af áhrifunum sem liðsfélagi hans Neymar hefur.

„Mbappe hefur sýnt mikinn þroska á mörgum sviðum og er í dag meðal bestu knattspyrnumanna heims. Þrátt fyrir það er hann byrjaður að fara meira og meira í taugarnar á mér," sagði Petit í hlaðvarpi Team Duga á RMC Sport.

„Hann reynir of mikið og það fer ekki bara í taugarnar á mér heldur líka á liðsfélögum hans. Við gleymum oft hvað hann er ungur og erum alltaf að biðja hann um að gera meira.

„Hann er nú þegar ótrúlegur leikmaður með bjarta framtíð, það er orðið þreytt að sjá hann setja pressu á sjálfan sig til að vinna Gullknöttinn.

„Hann þarf að passa hegðun sína. Ef hann byrjar að líkjast Neymar of mikið þá gæti það unnið gegn honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner