Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 18. apríl 2021 19:00
Aksentije Milisic
Bröndby og AGF skildu jöfn í Íslendingaslag - Arnór lék í tapi hjá CSKA
Mynd: Getty Images
Bröndby og AGF áttust við í dönsku deildinni í dag og lauk leiknum með fjörugu 2-2 jafntefli.

Hjörtur Hermannsson sat á varamannabekk Bröndby í dag á meðan Jón Dagur lék fyrstu 57 mínútur leiksins.

AGF leiddi leikinn með tveimur mörkum gegn einu eftir fyrri hálfleikinn. Jesper Lindstrom tókst hins vegar að bjarga stiginu fyrir heimamenn í þeim síðari. Bröndby er í 2. sætinu með 46 stig en AGF í því þriðja með 39.

Í Rússlandi var Arnór Sigurðsson á bekknum þegar CSKA Moskva tapaði óvænt gegn Sochi á útivelli. CSKA er nú dottið niður í fjórða sæti deildarinnar en Arnór kom inn á eftir um klukkutíma leik.

Í Rúmeníu vann Cluj öruggan 3-0 sigur á Academica Clinceni. Rúnar Már Sigurjónsson sat allan tímann á bekknum hjá Cluj í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner