Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 18:10
Aksentije Milisic
Ítalía: Torino með lífsnauðsynlegan sigur gegn Roma
Zaza komst á blað í dag.
Zaza komst á blað í dag.
Mynd: EPA
Torino 3 - 1 Roma
0-1 Borja Mayoral ('3 )
1-1 Antonio Sanabria ('57 )
2-1 Simone Zaza ('71 )
3-1 Tomas Rincon ('90 )
Rautt spjald: Amadou Diawara, Roma ('85)

Torino og AS Roma áttust við í ítölsku deildinni í dag en liðin eru á ólíkum stað á töflunni.

Roma er í baráttunni um Evrópusæti á meðan Torino hefur verið í mikillri fallbaráttu í allan vetur.

Gestirnir frá Róm byrjuðu betur og leiddu leikinn 1-0 í hálfleik. Borja Mayoral gerði þá markið strax á þriðju mínútu leiksins.

Heimamenn komu hins vegar til baka í þeim síðari. Antonio Sanabria jafnaði leikinn á 57. mínútu og sóknarmaðurinn Simone Zaza kom Torino yfir þegar um tuttugu mínútur voru eftir.

Amadou Diawara fékk sitt annað gula spjald í liði Roma á 85. mínútu og það var síðan Tomas Rincon sem kláraði leikinn í uppbótartímanum.

Með þessum sigri er Torino nú fimm stigum frá fallsæti og á enn leik til góða á liðin í kring. Roma er fimm stigum frá fimmta sætinu en gengi liðsins í deildinni hefur hrapað upp á síðkastið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner