Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 18. apríl 2021 21:30
Aksentije Milisic
Ole: Furðulegri hlutir hafa gerst í fótboltanum
Mynd: Getty Images
„Getum við náð City? Furðulegri hlutir hafa gerst í fótboltanum. Stærri forskot en þetta hafa hrapað niður," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir sigurinn á Burnley fyrr í dag.

United vann Burnley með þremur mörkum gegn einu sem þýðir að liðið er nú átta stigum á eftir Manchester City, þegar átta deildarleikir eru eftir.

Solskjær var sáttur með sigurinn en fyrir leikinn í dag hafði United ekki unnið Burnley á Old Trafford í síðustu fjórum viðureignum liðanna.

„Þú veist aldrei, það getur allt gerst í vítateignum. Í hvert skipti sem þeir koma með fyrirgjafir þá hafa þeir gæðin í loftinu til að skora. Við gerðum vel samt, pressuðum á þá og skoruðum mörkin sem við þurftum."

„Við vissum að þeir kæmu með háa bolta, vinna fyrsta boltann, vinna annan og koma í veg fyrir að boltinn fari inn í teiginn okkar. Fyrirgjöfin var frábær í markinu þeirra og við höfðum aftur verk að vinna."

United mætir Leeds United á útivelli eftir slétta viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner