Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 18. apríl 2024 11:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katla byrjaði með látum - „Það kemur okkur ekki á óvart"
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Katla Tryggvadóttir hefur fengið mikið lof fyrir byrjun sína í Kristianstad í Svíþjóð. Katla er aðeins 18 ára gömul en hefur farið vel af stað í atvinnumennskunni.

Katla skoraði eitt mark í 3-1 sigri Kristianstad á AIK um síðustu helgi. Hlín Eiríksdóttir átti einnig frábæran leik í liði Kristianstad þar.

Frábær byrjun hjá Kötlu en hún gekk í raðir Kristianstad frá Þrótti þar sem hún lék í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

„Ég er stolt af henni. Hún kom hingað frá Íslandi og spilaði frábærlega í sínum fyrsta leik. Hún stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu þó að hún hafi ekki skorað mikið af mörkum. Hún passar fullkomlega inn í okkar lið og er búin að læra sænsku á þremur mánuðum," sagði Hlín um Kötlu eftir leikinn.

Carly Wickenheiser, miðjumaður Kristianstad, hrósaði einnig Kötlu eftir leikinn.

„Hún stóð sig frábærlega en það kemur okkur ekki á óvart vegna þess að hún hefur lagt mikið á sig. Hún er mjög ung en hún er algjör fagmaður," sagði Wickennheiser.

Katla sagði sjálf eftir leikinn að hún væri mjög ánægð með byrjunina en núna snerist allt um það hjá henni að halda áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner