Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 18. apríl 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mackenzie George ekki áfram með FH í sumar
Mackenzie Marie George.
Mackenzie Marie George.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mackenzie George verður ekki áfram með FH í sumar en hún stefnir á að spila í Bandaríkjunum.

Mackenzie gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og var nokkuð öflug fyrir liðið. Í heildina skoraði hún fjögur mörk í 21 deildarleik fyrir FH-liðið sem kom mikið á óvart.

FH hefur samið við Breukelen Woodard sem kemur úr Fram og er henni ætlað að koma í staðinn fyrir Mackenzie.

Komnar
Snædís María Jörundsdóttir frá Stjörnunni
Birna Kristín Björnsdóttir frá Breiðabliki
Harpa Helgadóttir frá Breiðabliki
Arna Eiríksdóttir frá Val
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir frá Mexíkó
Breukelen Woodard frá Fram
Hanna Kallmaier frá Val
Ída Marín Hermannsdóttir frá Val
Valgerður Ósk Valsdóttir frá Breiðabliki (var á láni)
Bryndís Halla Gunnarsdóttir frá Augnabliki
Herdís Halla Guðbjartsdóttir frá Breiðabliki (á láni)
Margrét Brynja Kristinsdóttir frá Breiðabliki
Rammie Janae Noel frá Bandaríkjunum

Farnar
Mackenzie George til Bandaríkjanna
Shaina Ashouri í Víking
Esther Rós Arnarsdóttir í Stjörnuna
Arna Eiríksdóttir í Val (var á láni)
Lillý Rut Hlynsdóttir í Val (var á láni)
Heidi Giles til Ítalíu
Rachel Avant til Austurríkis
Colleen Kennedy til Írlands
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir til Danmerkur
Hildur María Jónasdóttir til HK á láni
Telma Hjaltalín Þrastardótti í Aftureldingu
Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir í Hauka
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner