
Besta deild kvenna fór af stað á dögunum og byrjuðu Íslandsmeistarar Breiðabliks titilvörnina með 6-1 sigri gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli.
Samantha Smith og Agla María Albertsdóttir voru frábærar í liði Breiðabliks og komast í sterkasta lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. Það verður erfitt að stoppa þær í sumar.
Samantha Smith og Agla María Albertsdóttir voru frábærar í liði Breiðabliks og komast í sterkasta lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar. Það verður erfitt að stoppa þær í sumar.

Þór/KA vann stórkostlegan sigur á Víkingum og þar var hin 15 ára gamla Bríet Fjóla Bjarnadóttir í aðalhlutverki. Stelpa fædd 2010 sem stimplaði sig inn fyrir sumarið með frábærum leik. Hulda Ósk Jónsdóttir var maður leiksins og kemst í lið umferðarinnar.
Það er óhætt að segja að miðjan sé ung í liði umferðarinnar eftir fyrstu umferð. Elísa Bríet Björnsdóttir, fædd 2008, er með Bríeti Fjólu á miðjunni. Elísa Bríet var öflug í sigri Tindastóls gegn FHL en þar var Makala Woods, nýr sóknarmaður Stólana, maður leiksins.
FH gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda og náði þar í gott stig. Þar voru Aldís Guðlaugsdóttir, Thelma Karen Pálmadóttir og Vigdís Edda Friðriksdóttir öfluga í liði gestana.
Þá voru Caroline Murray og Freyja Karín Þorvarðardóttir bestar í sigri Þróttar gegn nýliðum Fram. Freyja Karín gerði tvö mörk í leiknum.
Önnur umferðin hefst eftir helgi.
mánudagur 21. apríl
16:00 FHL-Valur (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 Þór/KA-Tindastóll (Boginn)
þriðjudagur 22. apríl
18:00 Þróttur R.-Breiðablik (AVIS völlurinn)
18:00 Fram-FH (Lambhagavöllurinn)
18:00 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir