lau 18. maí 2019 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Alex gerði mistök - Árni Vil tapaði
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Dijon er liðið heimsótti Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain fyrr í kvöld.

Þetta reyndist ekki góður leikur fyrir Rúnar og félaga sem töpuðu 4-0 og þurfa sigur gegn Toulouse í síðustu umferð til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli.

Angel Di Maria og Edinson Cavani voru búnir að skora á fyrstu fimm mínútum leiksins og hægt er að setja spurningarmerki við Rúnar í fyrra markinu.

Kylian Mbappe gerði svo síðustu tvö mörkin, en í því fyrra misreiknaði Rúnar lága sendingu á markteiginn og missti boltann framhjá sér.

Rúnar þótti þó eiga góðan leik og vonast til að halda byrjunarliðssætinu fyrir síðustu umferðina. Hann hefur verið í harðri baráttu við Bobby Allain á tímabilinu.

Þess ber að geta að Mónakó vann sinn leik í dag og er svo gott sem búið að bjarga sér frá falli.

PSG 4 - 0 Dijon
1-0 Angel Di Maria ('3)
2-0 Edinson Cavani ('4)
3-0 Kylian Mbappe ('36)
4-0 Kylian Mbappe ('56)

Í Úkraínu lék Árni Vilhjálmsson fyrstu 70 mínúturnar í tapi Chornomorets Odessa.

Árni, sem er búinn að skora fjögur í deildinni, komst ekki á blað og er liðið í slæmri stöðu á botni deildarinnar. Það eru þrjár umferðir eftir og þurfa Árni og félagar líklega fjögur til sex stig til að eiga möguleika á að bjarga sér.

Olimpik Donetsk 2 - 1 Chornomorets Odessa
Athugasemdir
banner
banner