banner
   mið 18. maí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Chelsea vill kaupa Kounde um leið og Boehly eignast félagið
Jules Kounde.
Jules Kounde.
Mynd: Getty Images
Chelsea vill kaupa varnarmanninn Jules Kounde frá Sevilla um leið og Tedd Boehly er búinn að ganga frá kaupum á félaginu og félagaskiptabanninu verður aflétt.

Chelsea ætlar að kaupa gæða miðvörð í sumar en Antonio Rudiger og Andreas Christensen eru á leið til Real Madrid og Barcelona.

Hinn 23 ára Kounde er sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Chelsea en félagið reyndi einnig að fá hann í fyrra.

Sevilla þarf að hreinsa til af fjárhagsástæðum og vill fá um 59 milljónir punda fyrir franska landsliðsmanninn, sem getur spilað sem miðvörður eða hægri bakvörður.

Thomas Tuchel snæddi málsverð með Todd Boehly í síðustu viku. Verðandi eigandi er metnaðarfullur og vill að Chelsea haldi áfram að berjast um stærstu titlana.
Athugasemdir
banner
banner