Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   lau 18. maí 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi gefur ekkert fyrir orðróma: Framtíðin er björt
Mynd: EPA
Framtíð spænska þjálfarans Xavi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu þar sem spænskir fjölmiðlar sögðu Joan Laporta forseta Barcelona vera búinn að taka ákvörðun um að reka hann eftir tímabilið.

Xavi gefur ekkert fyrir þessa orðróma frá Spáni og segir að Laporta hafi ekki sent sér neitt nema jákvæð skilaboð.

„Félagið treystir á mig og mér er alveg sama um orðróma. Laporta og Deco hafa verið að senda mér jákvæð skilaboð. Eina sem skiptir mig máli eru stjórnendur Barca og það hefur ekkert breyst í okkar sambandi. Við erum með frábært verkefni í gangi hérna," segir Xavi.

„Ég hef mikla trú á þessum leikmannahópi og á verkefninu sem er farið af stað. Við munum reyna að vinna titla strax á næstu leiktíð.

„Ég hef engar efasemdir um framtíðina mína. Ég er hungraður í sigur og fullur sjálfstrausts. Ég er stoltur að fá að þjálfa draumafélagið mitt og ánægður að fá að keppa við andstæðinga í hæsta gæðaflokki aftur á næstu leiktíð.

„Við erum með frábært lið og marga góða stráka úr La Masia. Framtíðin er björt fyrir Barcelona."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner