Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Er þarna að drepast í settinu og eina sem ég hugsa um er það"
Hallgrímur Mar
Hallgrímur Mar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óttar Bjarni
Óttar Bjarni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir
Bræðurnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var auðvitað skrítið, ekki búnir að spila fótboltaleik í 23 daga komandi inn í þennan leik. Það var samt gaman fyrst og fremst að spila. Maður var spenntur og smá fílingur eins og við værum að koma af undirbúningstímabilinu fyrir leikinn," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, við Fótbolta.net í dag.

Grímsi var spurður út í hvernig hefði verið að mæta til leiks eftir langt hlé.

KA vann ÍA á miðvikudagskvöld, KA skoraði tvö mörk gegn engu.

Að máli málanna, atvikinu undir lok leiks. Hvernig upplifðiru það, sástu Óttar Bjarna koma?

Óttar Bjarni Guðmundsson fékk rautt spjald fyrir að koma með takkana á lofti og enduðu þeir á viðkvæmum stað á Grímsa. Óttar fékk rautt spjald fyrir brotið. Hægt er að sjá tæklinguna hér.

„Nei, ég sá hann í raun aldrei koma. Elfar er að flikka boltann eftir innkast, ég horfi á boltann og sé Óttar í fjarska. Ég veit að ef ég næ að pota boltanum framhjá honum þá er ég að komast nánast inn fyrir vörnina. Ég tek augun af honum og horfi á boltann, um leið og ég er búinn að pota í boltann fæ ég hann á fleygiferð á mig, bara með sólann í nárann og í punginn á mér," sagði Grímsi.

„Ég man í raun ekki hvað gerist, það urðu svo mikil læti. Ég er þarna að drepast í settinu og eina sem ég hugsa um er það. Ég veit ekki hvað á sér stað í kringum mig, veit í raun bara að bróðir minn fékk rautt.”

Hrannar bakkaði upp bróður sinn
Veistu af hverju Hrannar fékk rautt?

„Ég held að hann hafi verið að bakka mig upp, ég er auðvitað bróðir hans og kannski tekur hann það aðeins meira inn á sig þegar ég er tekinn niður. Hann missir hausinn í smá stund og lætur einhver orð falla sem eiga ekki heima í kringum knattspyrnuvellinum.”

Óttar baðst afsökunar og sendi Grímsa skilaboð
Ræddi Óttar eitthvað við þig eftir atvikið?

„Hann kom eftir atvikið, klappaði mér á bakið og baðst afsökunar. Síðan sendi hann mér skilaboð um kvöldið og baðst afsökunar. Ég svaraði bara ‘ekkert mál’. Sama hvort þetta var einhver ásetningur eða ekki, ég trúi að þetta var ekki ásetningur, þá gerast hlutir á fótboltavellinum og oft eitthvað sem maður ætlar sér ekki að gera. Það verða engir eftirmálar af þessu, þetta er bara partur af þessu.”

Með sár á allskonar stöðum
Hvernig er líðanin núna?

„Ég er með sár á allskonar stöðum sem ég hef ekki fengið sár á áður en ég er annars góður. Bara smá takkaför á nokkrum stöðum,” sagði Grímsi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner