Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu tæklinguna: Eldrautt upp á Skaga - Takkarnir í klofið
Hallgrímur varð fyrir tæklingunni.
Hallgrímur varð fyrir tæklingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA sótti þrjú stig á Akranes í Pepsi Max-deildinni í kvöld. KA-menn eru á miklu flugi í Pepsi Max-deildinni.

Undir lok leiksins sauð allt upp úr þegar Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði ÍA, fór illa í Hallgrím Mar Steingrímsson, leikmann KA.

Tæklingin var vægast sagt skelfileg.

„Rauða spjaldið sem Óttar Bjarni fær. Ætlar að pota boltanum frá Hallgrími Mar en Hallgrímur er fljótari í boltann og fer því með takkana í klofið á honum. Réttilega rautt spjald og svo sauð allt uppúr í kjölfarið," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í skýrslu sinni.

„Óttar, annars þessi gæðapiltur, er alltof seinn þarna og hátt uppi með fótinn. Þetta lítur virkilega illa út og hárréttur dómur," sagði Jón Þór Hauksson í Stúkunni á Stöð 2 Sport.

Hallgrímur Mar deildi myndbandi af tæklingunni á Twitter í kvöld en myndbandið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner