Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 18:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Tyrkir með sýningu - Fyrsta mark Georgíu á stórmóti
Mynd: EPA

Tyrkland vann Georgíu í F-riðli á EM í dag í hörku leik. Tvö stórkostleg mörk litu dagsins ljós og Georgía skoraði í sínum fyrsta leik á stórmóti.


Staðan var jöfn í hálfleik en Mert Muldur kom Tyrkjum yfir með stórkostlegu marki. Georges Mikautadze jafnaði metin á fyrsta stórmóti Georgíu.

Arda Guler, leikmaður Real Madrid, vildi ekki vera minni maður og Muldur og kom Tyrkjum aftur yfir þegar hann skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan vítateiginn.

Georgíumenn reyndu að ná inn jöfnunarmarkinu undir lok leiksins. Giorgi Mamardashvili, markvörður liðsins, var kominn fram undir lokin og Kerem Akturkoglu nýtti sér það og innsiglaði sigur Tyrklands.

Sjáðu mörkin hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner