Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   fim 18. júlí 2024 20:49
Kári Snorrason
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík mætti toppliði Fjölnis fyrr í dag í vægast sagt fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni en í stöðunni 1-1 fengu Grindvíkingar víti og rautt dæmt á sig. Eric Vales Ramos var sá brotlegi en dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak Dennis Nieblas ranglega af velli.
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Grindavík

„Miðað við hvernig menn voru að kljást inn í teig allan helvítis leikinn að þá er ótrúleg niðurstaða að hann hafi gefið rautt spjald á þetta, það er rangur dómur.

„Fyrir utan það rekur hann rangann mann af velli sem fór fyrir brjóstið á mínum mönnum eðlilega.
Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör af hverju hann var rekinn af velli. Sögðu að þeir vissu ekkert hver þetta hefði verið.
Sá umræddi sem að fékk rauða spjaldið stóð fyrir utan teig, þá er þetta ekki vítaspyrna.
Ansi margt rangt og furðulegt í þessu atviki."

„Við spurðum hvern ertu að reka af velli og afhverju og það var fátt um svör."
„Ég reikna með að þetta verði leiðrétt og hann fái ekkert leikbann því hann átti ekki í hlut. Ég vona að þeir leiðrétti það, mínir menn á skrifstofunni."



Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner