Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 18. september 2019 10:08
Magnús Már Einarsson
Daniel James íhugaði að hætta í fótbolta
Powerade
Daniel James hefur slegið í gegn í byrjun tímabils hjá Manchester United.
Daniel James hefur slegið í gegn í byrjun tímabils hjá Manchester United.
Mynd: Getty Images
Callum Wilson er áfram orðaður við Manchester United.
Callum Wilson er áfram orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Í slúðri dagsins skoðum við slúður af Manchester United og fleiri félögum.



Manchester United er að undirbúa tilboð í Callum Wilson (27) framherja Bournemouth en hann hefur skorað þrjú mörk í síðusut tveimur leikjum. (Sun)

Real Madrid, Barcelona og Liverpool vilja öll fá Fabian Ruiz (23) miðjumann Napoli. (Mail)

Manchester United spurðist fyrir um Jadon Sancho (19) kantmann Borussia Dortmund í sumar. (Viasport)

Patrice Evra, fyrrum varnarmaður Manchester United, segir að leikmenn liðsins verði að blæða fyrir félagið áður en stuðningsmenn taki þá í sátt. (Sky Sports)

Isco (27), miðjumaður Real Madrid, gæti verið á leið til Juventus á 66 milljónir punda. (Sun)

Xavi segir að Raheem Sterling (24) sé að vinna kapphlaupið um að taka við sem besti leikmaður í heimi af Lionel Messi (32) og Cristiano Ronaldo (34). (Mirror)

Southend, sem er í ensku C-deildinni, vill fá Henrik Larsson í stjórastólinn. (Mail)

Hugo Lloris (32) markvörður Tottenham segir ólíklegt að hann klári ferilinn hjá félaginu. Frakkinn hefur áhuga á að spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum áður en hann hættir. (France Football)

Andy Carroll (30) gæti verið á bekknum þegar Newcastle mætir Brighton um helgina en hann hefur misst af byrjun tímabils vegna meiðsla. (Mail)

Daniel James (21) kantmaður Manchester United segist nánast hafa hætt í fótbolta þegar hann var tólf ára gamall. James var þreyttur á að vera á æfingum á kvöldin á meðan vinir hans voru úti að leika sér. (Mirror)

Wayne Rooney (33) framherji DC United segir að leikmenn í MLS-deildinni eigi að fá betur borgað. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner