Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 18. september 2020 15:35
Magnús Már Einarsson
Frestað hjá Kára - Smit í ræktinni á Akranesi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta leik Víðis og Kára í 2. deildinni en liðin áttu að mætast á morgun.

Ástæðan er sú að einstaklingur smitaður af kórónuveirunni var í líkamsræktinni í íþróttahúsinu á Akranesi á þriðjudag.

Allir sem fóru í ræktina þann dag eru nú í tímabundinni sóttkví þangað til að þeir fá niðurstöðu úr skimunum.

Nokkrir leikmenn Kára fóru í ræktina umræddan dag og þar sem þeir eru í sóttkví hefur leiknum á morgun verið frestað.

Þá er einnig búið að fresta leik ÍA og Stjörnunnar í 2. flokki í kvöld af sömu ástæðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner