Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. september 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grikkland: Ögmundur og Sverrir á bekknum - PAOK tapaði óvænt stigum
Sverrir Ingi var á bekknum í dag.
Sverrir Ingi var á bekknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PAOK og Olympiakos, Íslendingaliðin í Grikklandi, léku í dag í grísku ofurdeildinni. PAOK var að leika sinn annan deildarleik á meðan leikur dagsins var fyrsti leikur Olympiakos á þessari leiktíð.

PAOK fagnaði sigri gegn Benfica í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag. Þá var Sverrir Ingi Ingason í liði PAOK en hann var á bekknum í dag. Albaninn Enea Mihaj tók sæti Sverris í leiknum í dag og varð hann fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 77. mínútu. Andrija Zivkovic hafði komið heimamönnum í PAOK yfir á 57. Mótherji PAOK í leiknum var Atromitos.

Ögmundur Kristinsson var keyptur frá AEL Larissa fyrir þessa leiktíð og var hann á varamannabekk Olympiakos í dag. Olympiakos vann sannfærandi 3-0 heimasigur á Asteras Tripolis.

PAOK er með fjögur stig í efsta sæti deildarinnar eins og er og Olympiakos í 2. sæti með þrjú stig.

Olympiakos mætir Omonia frá Kýpur í fyrri viðureign liðanna í umspili fyrir sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar næsta miðvikudag. PAOK mætir rússneska liðinu Krasnodar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner