Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. september 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Telles sagður búinn að samþykkja samningsboð Man Utd
Telles í baráttu við Mo Salah.
Telles í baráttu við Mo Salah.
Mynd: Getty Images
Manchester United er í leit að nýjum vinstri bakverði og virðist vera búið að finna rétta manninn hjá portúgalska félagsins Porto.

Alex Telles er sagður vera búinn að samþykkja fimm ára samning við United og nú eru viðræður í gangi milli félaganna um kaupverð. Það er Mohamed Bouhafsi hjá franska miðlinum RMCSport sem greinir frá þessu.

PSG er einnig sagt hafa áhuga á Telles. Porto vildi í upphafi félagaskiptagluggans fá 25 milljónir evra en er sagt hafa lækkað verðmiðann niður í 20 milljónir sem er nær því sem United vill borga fyrir leikmanninn.

Telles er 27 ára gamall Brasilíumaður sem gekk í raðir Porto árið 2016 frá Galatasaray. Hann á að baki einn landsleik fyrir þjóð sína.

Athugasemdir
banner
banner
banner